Höfðahringur
Í þessari fallegri ferð í kringum Þengilhöfða, ríðum við meðfram Gljúfurá í áttina að Eyjafirði. Þú verður líklega undrandi á fjölbreytileiki náttúrunnar sem við ríðum um og ef heppnin er með þér er góður möguleiki á að sjá hvali í firðinum. Tær sjórinn í lengsta firði landsins er leikvöllur fyrir hrefnur, hnúfubaka, höfrunga, hnýsur og andanefjur. Upp á Skælu fyrir ofan Grenivík, sem er lítið sjávarþorp, tökum við lengri pásu til að geta notið stórkostlegs útsýnis út fjörðinn. Þegar heim er komið bíða okkur heimagerðar kræsingar sem að klára þetta návígi okkar við íslenska hestinn og náttúruna.
Af öryggisástæðum ákveðum við hvernig ferðin er nákvamlega hverju sinni þar sem taka þarf tillit til lengdar ferðar, reynslu knapa, veðurs og ástand lands.
Lengd | 3 klst. |
Verð á mann | 17.000 ISK |
Brottför 2024 | 9:30, 14:00 |
Reynsla | Fyrir alla |
Lágmarksfjöldi | 2 |
Lágmarksaldur | 8 ára |