Fákareið

Uppgötvaðu fallegt landslagið á milli Eyjafjarðar og fjallanna fyrir ofan Grýtubakka. Miðað við veður og aðstæður í náttúrunni veljum við á milli mismunandi ferðaleiða – út á Látraströnd, inn í mynni Fnjóskárdals eða upp á heiðarbrún í átt að fjörðum.

Dagsferðirnar okkar eru í grunninn hæfar fyrir alla knapa en æskilegt er að menn séu í góðu líkamlegu formi og betra ef menn hafa reynslu af hestaferðum. Við leggjum til nesti með í ferðina aukinheldur kaffi og kökur eftir ferðina. Vinsamlegast látið okkur vita um ofnæmi eða annað slíkt.

Af öryggisástæðum ákveðum við hvernig ferðin er nákvamlega hverju sinni þar sem taka þarf tillit til lengdar ferðar, reynslu knapa, veðurs og ástand lands.

 

Þessi ferð er ekki í boði 2024

Lengd 5-6 klst.
Verð á mann 18.000 ISK
Ekki í boði 2024 10:00
Reynsla Fyrir alla
Lágmarksfjöldi 2
Lágmarksaldur 12 ára

BÓKUN / FYRIRSPURN