Reiðtúrar allt árið um kring
Þar sem hestar og álfar hittast
Hestaferðir á norður Íslandi
Þar sem fjöllin í fjörðum mæta atlantshafinu eru margar sögur sem segja frá földum búsvæðum álfanna. Þessi „heimkynni“ álfanna, með sína einmanalegu firði, gróðursælu dali, hvítfryssandi ár og mögnuðu fjöll er sannkölluð paradís fyrir hesta og knapa. Landslagið í kringum bæinn okkar Grýtubakka býður upp á ógleymanlega reynslu bæði fyrir reyndustu knapa og algjöra byrjendur.
Pólar Hestar hafa boðið upp á hestaferðir í 38 ár. Það byrjaði allt með rúmlega 15 hestum en í dag erum við með um 160 hross og bjóðum upp á ýmiskonar mismunandi reiðtúra.
Hefurðu áhuga á reiðtúrum á norðurlandi? Endilega skoðaðu heimasíðuna okkar – þar geturðu fundið meira um ferðirnar okkar og ýmislegt annað.
-
Almennar upplýsingar
Allt sem þú þarft að vita og kannski svolitið meira
-
Myndir
Innsýn í líf okkar á Grýtubakka